Handbolta keppnisferð 3.og 4. flokks 1.-2. október

Helgina 1.-2. október héldu 3.flokkur og 4.flokkur Þórs í handbolta í sína fyrstu keppnisferð suður heiðar. Lagt var snemma af stað frá Síðuskóla á laugardagsmorgun.
4.flokkur fór úr rútunni í Reykjavík á meðan 3.flokkur hélt áframáleiðis til Selfoss. Þar spiluðu 3ja flokks drengirnir við heimamenn í SET höll Selfyssinga. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og endaði hann 18-21 okkur í vil. Markaskorarar leikskins voru Jósep 1, Sigurður R. Sigurðsson 4, Þorsteinn 2, Arnviður 5, Gabríel Dan 3, Sigurður G. 6. Tristan Ylur stóð í markinu að vanda og var með alls 19. varin skot. Það fer enginn á Selfoss án þess að borða á Mathöllinni í gamla mjólkursamlaginu og þar voru strákarnir okkar engin undantekning. Eftir mat var síðan brunað í Hafnarfjörðin þar sem haldið var á Hótel Velli og gist þar ásamt 4.flokki. Það má eiginlega segja að Þórsarar hafi “átt” hótelið þessa nótt þar sem einnig mátti finna körfuboltalið frá Þór á hótelinu. 3.flokkur átti sinn seinni leik á sunnudeginum og var þá haldið í Mosfellsbæinn. Í Íþróttamiðstöðinni Varmá biðu Afturelding og því miður var tap gegn þeim að veruleika. Fyrri hálfleikur spilaðist vel og við leiddum þann hluta leiksins en í seinni hálfleik vantaði aðeins upp á samspil og úthald og datt þá takturinn niður. Leikurinn endaði því með 26-19 tapi hjá okkur. Markaskorarar þessa leiks voru Jósep 2, Kristján 3, Sigurður G. 2, Bjarki 1, Arnviður 4, Gabríel Dan 2 og Sigurður G. 5, í markinu stóð Tristan varði hann 9 skot. Það má því segja að 3 hálfleikir af fjórum hafi verði til fyrirmyndar en síðasti hálfleikurinn skilur eftir spurningar sem þjálfarar flokksins koma til með að finna svar við og vinna með næstu vikur. Það voru einmitt þjálfarar flokksins sem fylgdu liðinu þessa helgi en það eru þeir Þorvaldur Sigurðsson og Ingólfur Samúelsson.

En að 4.flokki. Á laugardeginum í Reykjavík fóru þeir í Fjölnishöllina þar sem þeir áttu leik við Fjölni/Fylki. Leikurinn var strax frá upphafi vel spilaður af okkar mönnum og endaði hann 22-40 okkur í vil. Þjálfari liðsins Stevce Alusovski hélt uppi góðri hreyfingu á liðsmönnum sem allir fengu tækifæri til að fara inn á völlinn og lögðu sitt af mörkum varðandi markaskorun. Eftir leikinn við Fjölni/Fylki hélt 4.flokkur á Hótel Velli og fékk sér að borða á veitingastaðnum þar sem er í eigu Gunnars Gunnarssonar sem er fyrrverandi landliðsmanns í handbolta til margra ára. 4.flokkur átti einnig viðureign við Aftureldingu á sunnudeginum og eftir staðgóðan morgunmat var pakkað niður og báðir flokkarnir héldu af stað í Mosfellsbæinn. Á meðan 3.flokkur spilaði sinn leik, röðuðu leikmenn 4.flokks sér á áhorfendabekkina og létu vel í sér heyra. Þegar komið var að þeirra leik var róðurinn heldur auðveldari en hjá félögunum í 3.flokki og endaði leikurinn 21-35 okkur í vil. Stevce þjálfari sá til þess að allir skráðir leikmenn fengju spilatíma og það sama gilti um þennan leik og leikinn deginum áður, allir leikmenn komu að markaskoðun. Fararstjóri fjórða flokks var Björn Óskar Björnsson og aðstoðarmaður Benedikt Ármannsson.

Þess má geta að leikskýrsla fyrir þrjá leiki af fjórum er komin inn á síðu HSÍ