Ágúst Lárusson, minning.

Ágúst Lárusson, minning.

Ágúst Lárusson handknattleiksþjálfari hjá íþróttafélaginu Þór verður lagður til hinstu hvílu í dag en hann lést á heimili sínu þann 2. mars sl.

Ágúst lék og starfaði innan handknattleiksdeildar Þórs frá unga ára aldri. Fyrst sem iðkandi í yngri flokkum og síðar sem leikmaður meistaraflokks í handbolta um árabil. Þá kom hann einnig að starfinu sem þjálfari, stjórnarmaður, foreldri, fararstjóri og stuðningsmaður. Ágúst tók sæti í unglingaráði handknattleiksdeildar Þórs árið 2018 en fór svo yfir í þjálfun árið 2019 og hefur hann þjálfað síðan bæði 5. og 6. flokk hjá félaginu síðan þá.

Árið 2022 tók hann svo sæti í stjórn handknattleiksdeildar félagsins og var hann m.a. gjaldkeri deildarinnar þar til nýverið.

Íþróttafélagið Þór færir fjölskyldu Ágústar einlægar samúðarkveðjur með djúpri þökk fyrir ómetanlegt starf hans á liðnum árum.

Góður drengur er genginn.

Minningin um frábæran félaga mun lifa og blessuð sé minning Ágústs Lárussonar.

Íþróttafélagið Þór

Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju og hefst athöfnin klukkan 13:00