Þór leiðir einvígið gegn Snæfelli

Hópurinn sem mætti Snæfelli í dag. Mynd Palli Jóh
Hópurinn sem mætti Snæfelli í dag. Mynd Palli Jóh

Þór leiðir einvígið gegn Snæfelli

Þórsstúlkur leiða nú 2-1 gegn Snæfelli í undanúrslitarimmu 1. deildar kvenna í körfubolta eftir 73:63 sigur í dag.

Leikir liðanna til þessa verið afar jafnir og skemmtilegir þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndum leikjanna. Leikurinn í dag fór rólega af stað en gestirnir skoruðu fyrstu stig leiksins 0:2 og var það í eina skiptið í leiknum sem þeir leiddu. Eins og fyrr segir fór leikurinn rólega af stað og um miðja fyrsta leikhluta hafði hvort liðið um sig skorað sex stig. Þórsarar náðu forskotinu aftur og bættu jafnt og þétt í og þegar leikhlutinn var á enda var munurinn á liðunum níu stig 19:10.

Þórsliðið kom mjög sterkt inn í annan leikhlutann og léku á alls oddi og þegar annar leikhlutinn var hálfnaður leiddi Þór með sautján sigum 35:18. Þór hafði góð tök á leiknum og leiddu í hálfleik með tólf stigum 39:27.

Þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var Tuba komin með 11 stig, Maddie 7 og þær Rut Herner og Eva Wium 7 stig hvor.

Hjá Snæfelli var Ylena með 9 stig Rebekka Rán 7 og Cheah 3.

Þriðji leikhlutinn var býsna jafn og stigaskor ekki mikið. Leikurinn einkenndist af mistökum á báða bóga margir tapaðir boltar og slæmar sendingar. Þórsarar leiddu lengst af með 10-12 stigum. Þór vann leikhlutann með einu stigi 17:16 og leiddu með þrettán stigum þegar lokaspretturinn hófst 56:43.

Gestirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn en Þórsarar höfðu lengst af gott forskot. En þegar um tvær mínútur voru til leiksloka komu gestirnir muninum niður í átta stig en nær komst liðið ekki. Þór var sterkara á lokasprettinu og landaði tíu stiga sigri í dag 73:63. En Snæfell vann þó fjórða leikhlutann með þremur stigum 17:20.

Leikir þessara liða í rimmunni hafa verið hin besta skemmtun og í dag varð engin breyting þar á. Í fyrsta leiknum sem fram fór í íþróttahöllinni voru áhorfendur 170 talsins en í dag voru þeir 180 og stemningin frábær og óhætt að segja að áhorfendur hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í dag.

Í liði Þórs var Tuba Poyraz með 23 stig Maddie með 19 og Eva Wium 13. Hjá gestunum var Cheah Whititt mjög öflug og skoraði 23 stig og tók 11 fráköst. Næst henni kom Ylenia Bonett með 17 stig.

Framlag leikmanna Þórs Stig/fráköst/stoðsendingar

Tuba 23/9/2, Maddie 19/19/3, Eva Wium 13/4/6, Rut Herner 7/1/1, Emma Karólína 3/0/3, Hrefna 3/3/4, Karen Lind 3/0/1 og Heiða Hlín 2/2/4.

Framlag leikmanna Snæfells: Cheah Whitsitt 23/11/1, Ylnia Bonett 17/5/4, Minea Takala 10/1/0, Rebekka Rán 7/1/2, Rreslava Koleva 3/7/1 og Dagný Inga 3 stig.

Nánari tölfræði  

Gangur leiks eftir leikhlutum: 19:10 / 20:17 (39:27) 17:16 / 17:20 = 73:63

Staðan er þessi að Þór leiðir rimmuna 2-1 og næsti leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi sunnudaginn 2. apríl klukkan 19:15.

Myndir úr leiknum: Palli Jóh

Viðtöl við Daníel og Evu Wium og smá skilaboð frá Tubu Poyraz

Daníel Andri

Eva Wium

Tuba Poyraz