Andri Hjörvar útskrifast með UEFA Pro

Andri Hjörvar tekur við skírteininu frá öðrum Þórsara, Arnari Bill Gunnarssyni, yfirmanni fræðslumál…
Andri Hjörvar tekur við skírteininu frá öðrum Þórsara, Arnari Bill Gunnarssyni, yfirmanni fræðslumála KSÍ.

Á vordögum útskrifuðust nítján íslenskir knattspyrnuþjálfarar með KSÍ PRO/UEFA PRO þjálfaragráðuna sem er æðsta gráðan í þjálfarafræðunum hér á landi.

Í þeim hópi var okkar maður, Andri Hjörvar Albertsson.

Er þetta í fyrsta sinn sem KSÍ útskrifar PRO þjálfara. Námskeiðið hófst í febrúar 2020 og var búist við því að námið tæki 18 mánuði. Það hins vegar gekk ekki eftir í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19, en nú hafa þjálfararnir verið útskrifaðir.

Andra þarf ekki að kynna fyrir neinum Þórsara enda hefur hann þjálfað hjá félaginu undanfarin ár og leikið með því mörg ár þar á undan. Hann hefur þjálfað báða meistaraflokka félagsins auk þess að hafa þjálfað nær alla yngri flokka.

Þessa dagana er Andri Hjörvar í fullu starfi hjá unglingaráði knattspyrnudeildar og þjálfar 3.flokk karla, 4.flokk kvenna og 6.flokk kvenna.

Við óskum Andra til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast áfram með hans góðu störfum.

Þjálfarar sem sátu námskeiðið

Alfreð Elías Jóhannsson
Andri Hjörvar Albertsson
Arnar Gunnlaugsson
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Eysteinn Húni Hauksson
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Guðmundsson
Heimir Guðjónsson
Helena Ólafsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Sigursteinsson
Jón Þór Hauksson
Jörundur Áki Sveinsson
Lúðvík Gunnarsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Þórður Þórðarson