Dagur sjálfboðaliðans - myndasafn

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans sem haldið er upp á víða í dag, 5. desember, til að vekja athygli á mikilvægi sjálfboðastarfs í starfsemi íþróttafélaga og annarra samtaka fengum við Palla Jóh til að gramsa í gömlum hirslum og raka saman nokkrum myndum af sjálfboðaliðum hjá félaginu í gegnum árin.

Takk, sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.

Íþróttafólk Þórs - tilnefningar

Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.

Leikir helgarinnar - rafíþróttir, handbolti, körfubolti, fótbolti

Næstu daga verður nóg í boði fyrir Þórsara sem vilja fylgjast með sínu fólki, ýmist á heimavelli eða þá í beinu streymi eða sjónvarpsútsendingum frá viðureignum sunnan heiða.

Þórsarar í 3. sæti í Arena-deildinni í Rocket League

Úrslitakeppni Arena-deildarinnar í Rocket League fór fram um liðna helgi.

Þór á toppnum í Ljósleiðaradeildinni

Jólakúlan árið 2022 er mætt!

Íþróttafélagið Þór 107 ára í dag!

Íþróttafélagið Þór fagnar í dag 107 ára afmæli sínu.

Ný heimasíða í loftið!

Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.

Aðalfundir deilda

Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir deilda, sá fyrsti verður fimmtudaginn 7. ápríl þegar stjórn Þórs/KA ríður á vaðið.