Fjörug píluhelgi fram undan

Það var píla á mánudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Og svo verður píla í kvöld, á sunnudagsmo…
Það var píla á mánudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Og svo verður píla í kvöld, á sunnudagsmorguninn og sunnudagskvöldið.

Vikan hjá Píludeild Þórs hefur verið fjörug og nóg eftir, skemmtimót í kvöld, úrslit í Novis-deildinni og meistaramót í 501 á sunnudag.

Píludeild Þórs stendur fyrir skemmtimóti í kvöld, föstudaginn 11. nóvember. Leikir hefjast kl. 19:30 og húsið opnað kl. 18:30. Spilaður verður tvímenningur í 501, tveggja manna lið, vanur og óvanur saman í liði. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara, ásamt útdráttarverðlaunum. Skráningarfrestur á þetta mót rann reyndar út á hádegi í dag.

Meistaramót kvenna í 501 og 301

Á sunnudag verður síðan nóg um að vera. Dagurinn hefst með úrslitum í Novis-deildinni. Húsið verður opnað kl. 9:00 og leikir hefjast kl. 10:30.

Síðdegis á sunnudag verða svo tvö kvennamót, meistaramót Píludeildarinnar, en keppt verður í einmenningi bæði í 501 og 301. Mótið hefst kl. 18:00. Skráning í meistaramótin er hér.

 

.