FRESTAÐ - Meistaramót Þórs í 501 tvímenningi á laugardag

Uppfært á föstudegi: Mótinu hefur verið frestað, ný dagsetning tilkynnt síðar.
 
Meistaramót Píludeildar Þórs í 501 tvímenningi verður haldið laugardaginn 19. nóvember í aðstöðu Píludeildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu.
 
Mótið hefst kl 11 og verður húsið opnað kl 10. Mæta þarf að lágmarki 30 mínútum áður en mótið hefst og staðfesta skráningu. Athugið að báðir keppendur þurfa að skrá sig og staðfesta meðspilara í gegnum skráningarformið. Sjá hér að neðan.
 
Smellið hér til að opna skráningarformið. Skráningu lýkur föstudaginn 18. nóvember kl. 18. Smellið hér til að skoða skráningar sem borist hafa.
 
Ætlunin er að keppa í karla- og kvennaflokki, en ef lágmarksþátttaka næst ekki verða flokkar sameinaðir. Til að geta tekið þátt í meistaramótinu þarf viðkomandi að vera skráður meðlimur í Píludeild Þórs. Hægt er að gerast meðlimur með því að greiða árgjaldið, sem er 15.000 krónur.
 
Til stóð að halda meistaramót Píludeildar Þórs í Krikket í beinu frahmaldi en því hefur verið frestað. Mótið verður auglýst síðar.