Minnum á eindaga félagsgjalda

 

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum í Íþróttafélaginu Þór hafa verið í heimabönkum félagsmanna um nokkurt skeið og eru nú komnir á eindaga. Leggjumst saman á árarnar og styðjum rekstur félagsins með því að greiða félagsgjöldin.

Innheimta félagsgjalda í Þór fer fram með rafrænum hætti og fyrir nokkru ættu öll sem skráð eru í félagið að hafa fengið greiðsluseðil í heimabanka upp á 5.000 krónur. Í dag, 10. nóvember, er eindagi þessara gjalda og vill félagið minna á mikilvægi þess að við stöndum öll saman og styðjum við rekstur félagsins með því að greiða félagsgjöldin. Hver einasta króna skiptir máli og því fleiri sem við erum og því fleiri sem greiða félagsgjaldið, því öflugra er félagið. 

Einnig viljum við minna á að þau sem vilja gerast félagar og/eða telja sig vera skráða félaga en hafa ekki fengið greiðsluseðil í heimabanka eru hvött til að senda Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra orðsendingu í tölvupósti á netfangið reimar@thorsport.is.