Þór á toppnum í Ljósleiðaradeildinni

Okkar menn í CS-go eru heldur betur að gera frábæra hluti í Ljósleiðaradeildinni (Íslandsmótinu) í CS-go tölvuleiknum sem haldið er á vegum Rafíþróttasambands Íslands.
Eftirfarandi frétt birtist á síðu Rafíþróttasambandsins:
 
Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir sjö umferðir!
Svona lítur stöðutaflan út eftir sjö umferðir. Þór sitja einir á toppi deildar með 12 stig og fylgja NÚ og Dusty þar á eftir með 10 stig í 2. og 3. sæti. Deildin er mjög jöfn og þurfa lið aðeins að stíga eitt feilspor til að falla niður um sæti á töflunni.
Ljóst er að leikir liðanna hafa sjaldan skipt jafn miklu máli þar sem deildin er svo jöfn, og gæti stöðutaflan eftir viku litið allt öðruvísi út en hún gerir núna.
Sjáumst aftur á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku þegar CS veislan heldur áfram!