Karlotta og Kolfinna með U15 til Færeyja

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp fyrir æfingaleiki U15 kvenna gegn Færeyjum.

Í hópnum eru Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir úr 3.flokki Þórs/KA. Báðar eru þær hluti af öflugu liði 3.flokks sem hefur enn ekki tapað leik á Íslandsmótinu í sumar. Karlotta er sóknarmaður og Kolfinna er varnarmaður.

Stelpurnar fara með landsliðinu til Færeyja dagana 15. ágúst til 19. ágúst næstkomandi og munu leika tvo vináttuleiki gegn jafnöldrum sínum frá Færeyjum.

Óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.