Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa laugardaginn 26. ágúst
Laugardaginn 26. ágúst verður 3 á 3 Götukörfuboltamót haldið í Garðinum hans Gústa – glæsilegasta útikörfuboltavelli landsins – við Glerárskóla. Mótið er haldið í tengslum við Akureyrarvöku.
Keppt verður í fjórum flokkum karla og kvenna: 13 ára og yngri, 15 ára og yngri, 25 ára og eldri og opnum flokki. Hvert lið fær a.m.k. þrjá leiki. Allir geta tekið þátt. Einn skiptimaður er leyfður (s.s. hámark 4 leikmenn í liði). Þaulvanir dómarar dæma. Akureyrarbær styrkir mótið.
Fyrstu leikir hefjast kl. 12:00. Leikjaniðurröðun verður birt daginn fyrir mót.
Auk sigurverðlauna í hverjum flokki verða veitt fjölbreytt verðlaun. Heitt verður á grillinu og plötusnúður verður á staðnum.
Skráning á mótið fer fram í gegnum netfangið 3a3Akureyri@gmail.com eða í gegnum skráningarhlekk https://forms.gle/kmVi9k1MCx1Du8VW6 . Taka þarf fram nöfn liðs í tölvupósti. Skráning þarf að berast eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 24. ágúst. Þátttökugjald er 9000 krónur á lið og greiðist á staðnum.
Fréttir og myndir frá mótinu munu birtast á Facebook-síðu Garðsins hans Gústa: https://www.facebook.com/gardurinnhansgusta
Nánari upplýsingar fást hjá Bjarka Oddssyni (s. 821 4818) og Guðmundi Oddssyni (s. 771 5707) ef spurningar vakna.
Heyrst hefur að forsetahjónin muni kíkja við meðan á mótinu stendur.
Ef smellt er á myndina hér að neðan opnast myndaalbúm frá vígslu vallarins á síðasta ári og 3 á 3 mótinu sama dag.