Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA tekur á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag og er það jafnframt fyrsti heimaleikur liðsins í deildinni í sumar. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18.
Þróttur er með eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum, gerði jafntefli við Fylki og tapaði fyrir Val. Þór/KA er með þrjú stig eftir tvo útileiki, tapaði 3-1 fyrir Val og vann 4-0 sigur á FH.
Mikilvægi stuðningsfólks hefur ekkert minnkað. Við þurfum á stuðningi fólksins að halda innan sem utan vallar. Boginn býður upp á mikla nánd milli stuðningsfólks og liðsins og því gott markmið að fylla Bogann og keyra inn í sumarið af krafti og með öflugum stuðningi úr stúkunni í fyrsta heimaleik.
Nánar er fjallað um leikinn og breytingar á hópnum hjá Þór/KA frá því í fyrra í frétt á thorka.is: