Aftur blaut tuska í andlitið

Mark Sörensen í færi, en Fjölnismenn sáu við honum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net.
Mark Sörensen í færi, en Fjölnismenn sáu við honum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net.

Eftir góðan sigur á Gróttu fengu Þórsarar hafa Þórsarar núna mátt þola 1-0 tap í tveimur leikjum í röð þar sem andstæðingarnir skora á lokamínútum leiksins. Fyrst í Breiðholtinu gegn Leikni og svo heima gegn Fjölni í gærkvöld. Góð frammistaða á köflum í tveimur síðustu leikjum hefur þannig ekki skilað neinu stigi og mörk á lokamínútum eins og blaut tuska í andlitið.

  • 0-1 - Guðmundur Karl Guðmundsson (85'). Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson.

Eftir úrslit leikja í 15. umferð Lengjudeildarinnar sitja Þórsarar í 8. sæti deildarinnar með 17 stig. Liðið er jafnmörgum stigum frá fallsæti og umspilssæti í efri hlutanum. Þrjú stig eru niður í fallsæti (Njarðvík, 14), en einnig aðeins þrjú stig upp í 5. sætið (Grótta 20), sem gefur möguleika á að fara upp um deild þar sem liðin í 2.-5. sæti fara í umspil, eins og áður hefur verið sagt frá hér. Nokkur af þeim liðum sem eru fyrir ofan Þór eiga reyndar leik inni, en þau fá auðvitað ekki öll þrjú stig úr þeim leikjum (Vestri-Selfoss, Grótta-ÍA).

Næsti leikur verður gegn Ægi í Þorlákshöfn föstudaginn 11. ágúst og hefst sá leikur kl. 18.

Upptaka af leik gærdagsins er á YouTube-rás Lengjudeildarinnar, afspilun hefst í aðdraganda marksins.