Knattspyrna: Þór/KA mætir FH á heimavelli Hauka í dag

Þór/KA mætir FH í Hafnarfirðinum í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer þó ekki fram á heimavelli FH heldur BIRTU-vellinum, heimavelli Hauka, og hefst kl. 16:15.

Kaplakrikavöllur er ekki orðinn leikhæfur og því var brugðið á það ráð að færa leikinn yfir á Haukasvæðið. Þetta er annar leikur Þórs/KA í Bestu deildinni í vor og annar útileikurinn. Liðið mætti Val á útivelli í fyrsta leik og beið þar lægri hlut, 3-1, en FH vann eins marks sigur á Tindastóli fyrir norðan. 

Akureyringar á suðvesturhorninu eru hvattir til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn til að styðja stelpurnar. Það hefur margsýnt sig að góður stuðningur getur skipt sköpum í jöfnum leikjum, að ekki sé talað um þegar komið er á útivöll.