Frítt á völlinn í dag

Þór tekur á móti Aftureldingu í 12. umferð Lengjudeildarinnar í dag kl. 16. Frítt er á völlinn í boði VÍS.

Afturelding hefur afgerandi forystu í deildinni, en liðið er með 29 stig úr 11 leikjum, sjö stigum meira en Fjölnir sem situr í 2. sætinu. Þessi tvö lið eru langefst, en síðan kemur þéttur pakki af liðum með 10-15 stig. Liðin í deildinni hafa leikið mismarga leiki vegna frestana. Þórsarar sitja í 5. sætinu með 14 stig úr tíu leikjum þannig að gestirnir í dag hafa fengið meira en tvö stig fyrir hvert eitt sem Þórsarar hafa nælt sér í. En það skiptir kannski engu þegar komið er inn á grasið.

Frítt er á völlinn í dag í boði VÍS.

Leikurinn verður sýndur beint á YouTube-rás Lengjudeildarinnar.

Þór og Afturelding hafa mæst 13 sinnum í næstefstu deild Íslandsmótsins og hafa Þórsarar unnið átta sinnum. Leikur liðanna í fyrri umferðinni í sumar endaði með 1-0 sigri Aftureldingar. Leikir þessara liða í fyrra enduðu með 4-1 sigri Aftureldingar í Mosfellsbænum, en markalausu jaftnefli á Akureyri.