Rampað upp við Hamar

Vinna hafin við að rampa upp Hamar.
Vinna hafin við að rampa upp Hamar.

Menn, bíll og búnaður frá verkefninu Römpum upp Ísland voru mættir við dyrnar að Hamri í býtið í morgun.

Verkefnið Römpum upp Ísland snýst um að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að opinberum stöðum, verslunum, stofnunum og svo framvegis. Núna í morgunsárið voru menn mættir með gulabílinn og græjurnar á Þórssvæðið og byrjaðir að losa upp hellur og undirbúa undirlagið til að leggja niður nýjar hellur og mynda ramp til að auðvelda aðgengi inn um aðaldyrnar á Hamri.

Á vefsðiðu verkefnisins segir meðal annars:

Aðgengi á Íslandi er oft mjög takmarkandi fyrir hreyfihamlaða. Því er mikilvægt að koma upp römpum eða tryggja aðgengi með öðrum hætti. Ramparnir geta verið jafn misjafnir og þeir eru margir — og þeir eiga svo sannarlega að vera margir.

Oft þarf ekki annað en að leysa aðgengi upp eina tröppu eða yfir háan þröskuld með einföldum hætti. Með sameiginlega átaki þjónustuaðila, verktaka og yfirvalda á þetta ekki að vera mikið mál — og með því stuðlum við að bættu umhverfi og betra aðgengi á Íslandi