Þrjú stig og upp um þrjú sæti

Mark og markaskorarar. Valdimar Daði Sævarsson, Mark Sörensen og Bjarni Guðjón Brynjólfsson fagna ma…
Mark og markaskorarar. Valdimar Daði Sævarsson, Mark Sörensen og Bjarni Guðjón Brynjólfsson fagna marki Bjarna í fyrri hálfleik. Mynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net.

Þórsarar unnu lið Gróttu, 3-1, í gær og fóru upp í 6. sæti deildarinnar.

Leikur liðanna var frestaður leikur úr 10. umferð mótsins. Þórsarar komust yfir með marki eftir rúmlega hálftíma leik og staðan 1-0 í leikhléi. Snemma í seinni hálfleik bættu þeir svo við öðru marki og því þriðja þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Grótta minnkaði muninn á lokamínútunum.

Með sigrinum og stigunum þremur klifruðu Þórsarar upp fyrir Þrótt, Grindavík og Vestra, úr 9. sætinu upp í 6. sæti. Vestri er stigi á eftir Þór, en á leik til góða. Þórsarar eru núna jafnir Leiknismönnum að stigum, bæði með 17 stig, en Leiknir hefur betri markamun. Þessi lið mætast í næstu umferð á heimavelli Leiknis.

Næsti leikur liðsins verður gegn Leikni í Reykjavík laugardaginn 29. júlí kl. 14.

1-0 - Bjarni Guðjón Brynjólfsson (31').

2-0 - Valdimar Daði Sævarsson (48'). Stoðsending: Elmar Þór Jónsson.

3-0 - Valdimar Daði Sævarsson (70'). Stoðsending: Alexander Már Þórláksson.

3-1 - Aron Bjarki Jósepsson (84'). Stoðsending: Patrik Orri Pétursson.