Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar fá Leikni úr Reykjavík í heimsókn norður í dag, en liðin mætast þá í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst kl. 18. Upphitun verður í Hamri frá kl. 16:30.
Bæði lið biðu af sér fyrstu umferð Mjólkurbikarkeppninnar og hófu leik í 2. umferð. Leiknir sigraði Árbæ 2-0 í 2. umferðinni á meðan Þór sigraði KF 6-0. Í 32ja liða úrslitum sló Leiknir Selfyssinga út með 1-0 sigri í Breiðholtinu á meðan Þórsarar fóru í framlengingu og vítaspyrnukeppni eftir 0-0 jafntefli í venjulegum leiktíma og 1-1 eftir framlengingu gegn Kára í Akraneshöllinni. Liðin eru jöfn að stigum í Lengjudeildinni, bæði með þrjú stig eftir tvo leiki.
Leikurinn í dag verður sá fyrsti á Þórsvellinum þetta vorið þar sem leikur sem átti að vera þar í gær var færður inn í Bogann. Þórsarar eru hvattir til að mæta á völlinn og láta vel í sér heyra í dag, hvetja strákana okkar áfram og styðja þá til sigurs. Eins og alltaf skiptir meira máli að hvetja sitt eigið lið en að nota orkuna í að tuða í dómurum eða munnhöggvast við varamannabekk andstæðinganna.