Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Píludeildin auglýsti í gær skráningu í Akureyri Open pílumótið sem fram fer 17. og 18. febrúar. Fullbókað er í bæði mótin og byrjað að skrá á biðlista.
Akureyri Open samanstendur af tveimur mótum og eru þetta stærstu mót píludeildarinnar á hverju ári. Keppt er annars vegar í tvímenningi á föstudagskvöldi og svo einmenningi á laugardegi, 501 á báðum mótunum. Eins og fram kom hér að ofan er fullbókað í bæði mótin og byrjað að skrá á biðlista.
Hér eru upplýsingar um mótin, teknar af Facebook-síðu píludeildarinnar.
Tvímenningur 501:
Verður haldið föstudagskvöldið 17. febrúar. Mótið hefst kl 19:00 og húsið opnar kl 18:00. Spilað verður í riðlum og svo útslætti. Forsetabikar verður í boði fyrir þau lið sem ekki komast uppúr riðli. Veitt verða verðlaun fyrir báðar keppnir. Hámarksfjöldi liða er 32. Mæta þarf að lágmarki 45 mín fyrir mót og staðfesta þátttöku hjá mótsstjóra. Þátttökugjald er 1.000 kr. á mann.
Einmenningur 501:
Verður haldið laugardaginn 18. febrúar. Mótið hefst kl 10:30 og húsið verður opnað kl 09:00. Spilað verður í riðlum og svo útslætti. Forsetabikar verður í boði fyrir þá keppendur sem ekki komast upp úr riðli. Veitt verða verðlaun fyrir báðar keppnir. Hámarksfjöldi þátttakenda eru 64. Mæta þarf að lágmarki 45 mínútum fyrir keppni og staðfesta þátttöku hjá mótsstjóra. Þátttökugjald er 4.000 kr. á mann.
Greiða þarf mótsgjald fyrir bæði mótin fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 16. febrúar með millifærslu á reikning 0566-26-763, kt. 410311-0460.