Getraunaþjónusta Þórs

Almennt um Getraunaþjónustu Þórs
Þegar þú tekur þátt í Getraunum eða Lengjunni geturðu styrkt Þór með því að merkja við félagsnúmerið 603. Félagið fær þá hluta af sölulaununum, en þú getur bætt um betur með því að tippa beint hjá okkur í Getraunaþjónustu Þórs í stað þess að fara sjálf(ur) á netið eða út í sjoppu. Ef þú kemur til okkar eða sendir okkur raðirnar þínar fær félagið hærra hlutfall í sölulaun.

Tvær leiðir til að spila í getraunum:
- Kaupa hlut í húskerfi Getraunaþjónustu Þórs, Hamrinum
- Tippa sjálf(ur) í eigin nafni

Hamarinn – húskerfið
Hluturinn í húskerfinu kostar 500 krónur, en þú getur keypt eins marga hluti og þú vilt. Þegar húskerfið vinnur skiptist vinningurinn hlutfallslega niður á þátttakendur (hluthafa) í húskerfinu þá vikuna. Þegar þú ert með í húskerfinu þarftu ekki einu sinni að hafa vit á fótbolta, þarft ekki að gera seðil sjálf(ur), heldur greiðir bara fyrir þinn hlut og "sérfræðingurinn" sér um að útbúa getraunaseðilinn.

Þrjár leiðir eru til að taka þátt í húskerfinu:
1. Þú millifærir inn á reikning Hamarsins, 0566-05-443744, kt. 710269-2469, sendir staðfestingarpóst í netfangið haralduringolfsson[at]gmail.com og lætur vita að þú ætlir að vera með þá vikuna. Lokað er fyrir þátttöku í húskerfinu kl. 12 á laugardögum.
2. Þú greiðir með peningum eða korti í Hamri á föstudags- eða laugardagsmorgni og kaupir þig inn í kerfið. Við erum í Hamri flesta föstudagsmorgna kl. 9-10 og á laugardögum í um þrjá tíma fyrir lokun sölukerfis. Ef þú hittir ekki á getraunastjórann getur þú haft samband í síma 824 2778 eða með tölvupósti í haralduringolfsson[at]gmail.com.
3. Þú notar aðgang þinn á 1x2.is og skráir kreditkortið þitt inn í kerfið. Síðan gerist þú meðlimur í getraunahópnum Hamarinn og ákveður sjálf(ur) í hvert skipti þegar pottur hefur verið búinn til fyrir þá vikuna hvort þú vilt vera með - eða lætur getraunastjórann vita ef þú vilt sjálfkrafa alltaf vera með.

Vekjum athygli á að meðlimir í húskerfinu geta valið um það að vera með í hverri viku eða þá bara stundum eftir því sem hentar. Athugið að aðeins þeir sem eru með í viðkomandi viku eiga hlut í vinningi þeirrar viku. Ef þú ert tilbúin(n) að skuldbinda þig til að vera fastur hluthafi, vera með í hverri viku þangað til þú tilkynnir um annað, þarftu bara að hafa samband við getraunastjórann og ganga frá þeirri skráningu.

Þitt eigið kerfi
Þú getur tekið þátt beint sem einstaklingur eða stofnað hóp með vinum, vinnufélögum eða öðrum. Í boði eru yfirleitt þrír seðlar í viku (miðvikudaga, laugardaga, sunnudaga) og svo Lengjan alla daga vikunnar allt árið.

Hvar, hvernig og hvenær er hægt að skila inn getraunaseðlum?
Getraunaseðla hverrar viku má finna á 1x2.is. Senda má inn seðil í haralduringolfsson[at]gmail.com, s. 824 2778 - eða skila til getraunastjóra/starfsfólks í Hamri tímanlega fyrir lokun sölukerfis. Sölukerfið er opið til kl. 14 á laugardögum á vetrartíma, en til kl. 13 á sumartíma (klukkubreyting í lok mars og október). Getraunastjóri er yfirleitt á vakt í Hamri á föstudagsmorgnum kl. 9-10 og á laugardögum frá kl. 11 (oftast fyrr) og fram að lokun sölukerfis. Þetta er þó ekki regla yfir sumartímann.

Hvernig er hægt að greiða fyrir getraunaraðir?
Þægilegasta leiðin fyrir alla er að skrá inn kreditkort í gegnum aðgang þinn á 1x2.is þannig að þegar við setjum inn röð á þínu nafni þá skuldfærist kostnaðurinn beint á þitt kort.

Einnig má greiða með peningum/korti í Hamri eða millifæra á reikning 0566-05-443744, kt. 710269-2469 og endið staðfestingu í haralduringolfsson[at]gmail.com.

Getraunaþjónustan á Facebook
Getraunastjóri Þórs: Haraldur Ingólfsson, s. 824 2778, haralduringolfsson[at]gmail.com.
Getraunanúmer Þórs er 603