Æfingatafla og aðrar hagnýtar upplýsingar

 

VETRARÆFINGATAFLA 2023/2024*

*Taflan er birt með fyrirvara um breytingar sem eru alltaf tilkynntar á Sportabler

Með því að smella hér færðu upplýsingar um skráningu og hvernig gera skal grein fyrir æfingagjöldum.

- 3.flokkur og eldri æfa samkvæmt dagatali á Sportabler og fá iðkendur fæddir 2009 og fyrr allar upplýsingar sendar til sín á Sportabler.

- Upplýsingar um markmannsæfingar koma inn á Sportabler.

- Styrktaræfingar verða í boði niður í 5.flokk og verða auglýstar sérstaklega á Sportabler

Mjög mikilvægt er að skrá sitt barn á Sportabler. Þangað koma allar tilkynningar um breytingar á æfingatímum og aðrar mikilvægar upplýsingar.


 


 

 

Upplýsingar um rútuþjónustu

AkureyriArion Banki — CoreMotif

 

Iðkendum í 6. og 7.flokki stendur til boða að koma með rútu á æfingar úr Giljaskóla, Síðuskóla og Oddeyrarskóla á mánudögum og miðvikudögum líkt og undanfarin ár. Rútuaksturinn er niðurgreiddur að hluta af Akureyrarbæ og styrktur af Arion banka sem gerir iðkendum kleift að nýta þjónustuna gjaldfrjálst. Ekki þarf að skrá barn í rútu sérstaklega hjá Þór. Skilyrði fyrir því að nýta rútuaksturinn er að gert hafi verið grein fyrir æfingagjöldum.

Mælt er með því að þau börn sem koma í rútuna beint úr frístund láti starfsfólk frístundar vita.

Rúturúnturinn verður sem hér segir frá og með 16.október

7.flokkur karla og kvenna og 6.flokkur kvenna
      13:30 - Oddeyrarskóli
      13:40 - Síðuskóli
      13:50 - Giljaskóli
      14:00 - Boginn
Hjá þessum flokkum er einnig boðið upp á far aftur til baka af æfingum og er rútan þá að skila börnunum af sér á eftirtöldum tímasetningum.
      15:10 - Giljaskóli
      15:20 - Síðuskóli
      15:25 - Oddeyrarskóli
 
Boðið er upp á rútu sem skutlar á æfingu 6.flokks karla og 5.flokks kvenna en þar er ekki boðið upp á far til baka.
 
Brottfaratímar frá skólunum hjá 6.flokki karla og 5.flokki kvenna eru sem hér segir.
 
14:40 - Síðuskóli
14:50 - Giljaskóli

 

Síðast uppfært: 8.janúar 2024