Æfingagjöld og skráning iðkenda

Upplýsingar um æfingagjöld, greiðsla æfingagjalda og skráning iðkenda fer fram í gegnum Sportabler. Sjá leiðbeiningar hér neðar!

Smelltu hér til að fara beint á svæði fótboltans á Sportabler. Athugið að Sportabler opnast í nýjum vafraglugga.

  • Systkinaafsláttur er 10% af því barni sem er skráð síðar. 20% af gjaldi þriðja barns og 30% af gjaldi fjórða barns. Til að virkja afsláttinn af þriðja barni þarf að senda tölvupóst á jonsi@thorsport.is . Sama gildir um fjórða barn og svo framvegis.
  • Millideildaafsláttur er í gildi á veturnar og er 15% af því barni sem er skráð síðar.
  • Ekki er hægt að nýta bæði millideildaafslátt og systkinaafslátt.
  • Ef þið eigið rétt á og viljið nýta ykkur íþrótta og tómstundaávísun Akureyrarbæjar þá er einungis hægt að greiða í gegnum kerfið okkar.

 

Leiðbeiningar:
Foreldrar/forráðamenn, munið að þegar þið greiðið æfingagjöld í fyrsta skipti í gegnum Sportabler þá eigið þið að nota ykkar nafn og kennitölu (ekki kennitölu barnsins) við innskráningu. Gott er að gera nýskráningu í fyrsta skiptið í gegnum tölvu en einnig er hægt að gera það í Sportabler appinu.

Sportabler kóðar fyrir iðkendur eða auka aðstandendur til að skrá sig inn í sinn flokk í Sportabler appinu í síma eru hér neðar (ath til þess að iðkendur geti notað kóðann þarf að vera búið að ganga frá æfingagjaldinu áður).

Einnig er hægt að skrá sig inn í gegnum vafra á netinu á eftirfarandi slóð: https://www.sportabler.com/signup
2.flokkur karla: 2BLTAR
3.flokkur karla: IKSHF8
3.flokkur kvenna: FLM1J5
4.flokkur karla: M4QYQX
4.flokkur kvenna: SKUGTW
5.flokkur karla: 98GT6Y
5.flokkur kvenna: GK6XHI
6.flokkur karla: N5DZ2G
6.flokkur kvenna: RI1NMK
7.flokkur karla: SAPXNH
7.flokkur kvenna: L9PUEI
8.flokkur: L5S4BC

Nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga þegar gengið er frá æfingagjöldum.

1. Hægt er að fá æfingagjöldunum skipt á greiðslukort (debit/kredit) í Sportabler.

2. Ef þið ætlið að skrá þrjú börn (innan deildar) í gegnum kerfið þarf fyrst að hafa samband við jonsi@thorsport.is til að réttur afsláttur komi á þriðja barn.

3. Tómstundarávísunin er nýtt með því að haka í "Frístundastyrk/tómstundarávísun Akureyrarbæjar" á síðunni þar sem greiðslufyrirkomulag er ákveðið. Í kerfinu kemur einnig fram við innskráningu hve mikið er hægt að nýta af ávísuninni (ef t.d. hluti hennar hefur verið nýttur annarstaðar). 

Frístundastyrkurinn 2024 er fyrir börn fædd 2007 til og með 2018.

Styrkurinn er að upphæð kr. 50.000 og gildir frá 1. janúar 2024 - 31.desember 2024.
4. Ef þið lendið í vandræðum þá er hægt að hafa samband við starfsmann unglingaráðs knattspyrnudeildar á netfanginu: jonsi@thorsport.is