Íþrótta- og tómstundaskóli Þórs 

Við viljum bjóða ykkur velkomin í Íþrótta- og tómstundaskóla Þórs sumarið 2022.

Markmið skólans er að bjóða upp á fjölþætta íþrótta- og tómstundaiðkun til að efla líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska barnanna, auk þess að auka áhuga barna á útivist og íþróttum.

Íþrótta- og tómstundaskólinn er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.

Í sumar munum við bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.

Skráning í skólann fer fram í gegnum kerfið Sportabler

Boðið er upp á fimm tveggja vikna námskeið frá kl.08:45 – 12:15 og 12:45 – 16:15.

Þau börn sem dvelja hjá okkur allan daginn frá fría pössun í hádeginu.

Hollt og gott mataræði skiptir miklu máli og þurfa börnin að hafa með sér nesti að heiman. Ef börnin dvelja allan daginn er mælt með að börnin séu með 2x nesti og hádegismat.

Þetta eru tímabilin sem verða í sumar:

  • Námskeið 1 : 6. júní - 17. júní ATH frí 6. og 17. júní
  • Námskeið 2 : 20.júní - 1. júlí
  • Námskeið 3 : 4. júlí - 15. júlí
  • Námskeið 4 : 18. júlí - 29. júlí
  • Námskeið 5 : 1. ágúst - 12. ágúst

 

Námskeiðsgjald í ár er 10.000 fyrir hálfan dag og 20.000 fyrir heilan dag.

Það er ekki boðið upp á gæslu frá 07.45 - 8.45.

Umsjónamenn verða Helga María Viðarsdóttir og Lilja Björg Geirsdóttir

Nánari upplýsingar veitir Linda Guðmundsdóttir í netfangið linda@thorsport.is einnig í síma 461-2080.