Takk, sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.

Íþróttafólk Þórs - tilnefningar

Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.

Jólakúlan árið 2022 er mætt!

Íþróttafélagið Þór 107 ára í dag!

Íþróttafélagið Þór fagnar í dag 107 ára afmæli sínu.

Björgvin Helgi með fullkominn leik

Þórsarinn Björgvin Helgi Valdimarsson keilari náði þeim stórmerkilega áfanga um helgina að spila fullkominn leik í fyrsta skipti; hann felldi hverja einustu keilu í öllum skotum og fékk 300 stig. Björgvin er sá eini sem náð hefur þessum árangri í deildarkeppninni hérlendis vetur en þess verður að geta að aðrir keilarar hafa afrekað þetta á öðrum mótum vetrarins, en hvorki í deildum þeirra bestu né öðrum.

Ný heimasíða í loftið!

Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.

Aðalfundir deilda

Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir deilda, sá fyrsti verður fimmtudaginn 7. ápríl þegar stjórn Þórs/KA ríður á vaðið.

Súpufundur á föstudag!

Næsti súpufundur Þór verður haldinn í Hamri félagsheimili Þórs föstudaginn 11. mars klukkan 12-13 Gestir fundarins verða þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ.