05.12.2022
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans sem haldið er upp á víða í dag, 5. desember, til að vekja athygli á mikilvægi sjálfboðastarfs í starfsemi íþróttafélaga og annarra samtaka fengum við Palla Jóh til að gramsa í gömlum hirslum og raka saman nokkrum myndum af sjálfboðaliðum hjá félaginu í gegnum árin.
05.12.2022
Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.
04.12.2022
Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.
06.06.2022
Íþróttafélagið Þór fagnar í dag 107 ára afmæli sínu.
04.04.2022
Þórsarinn Björgvin Helgi Valdimarsson keilari náði þeim stórmerkilega áfanga um helgina að spila fullkominn leik í fyrsta skipti; hann felldi hverja einustu keilu í öllum skotum og fékk 300 stig. Björgvin er sá eini sem náð hefur þessum árangri í deildarkeppninni hérlendis vetur en þess verður að geta að aðrir keilarar hafa afrekað þetta á öðrum mótum vetrarins, en hvorki í deildum þeirra bestu né öðrum.
01.04.2022
Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.
01.04.2022
Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir deilda, sá fyrsti verður fimmtudaginn 7. ápríl þegar stjórn Þórs/KA ríður á vaðið.
09.03.2022
Næsti súpufundur Þór verður haldinn í Hamri félagsheimili Þórs föstudaginn 11. mars klukkan 12-13
Gestir fundarins verða þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ.