Íþróttafólk Þórs - alls konar fróðleiksmolar um fólkið

Þegar rýnt er í nafnalistana yfir það íþróttafólk sem deildir félagsins hafa tilnefnt fyrir kjörið á íþróttafólki Þórs kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós, til dæmis um fjölskyldutengsl og fleira. 
 
Hér eru nokkrir fróðleiksmolar um kjör íþróttafólks Þórs 1990-2023 og það íþróttafólk sem tilnefnt var af deildunum. 
 
  • Karlarnir voru ráðandi: Fyrstu 12 árin sem íþróttamaður Þórs var valinn með því sniði sem nú þekkist, frá árinu 1990, varð karl fyrir valinu.

  • Fyrsta konan kom frá Dalvík: Fyrsta konan sem valin var íþróttakona Þórs var Ásta Árnadóttir sem lék knattspyrnu með Þór/KA 1999-2000 og Þór/KA/KS 2001-2003.
     
  • Norðurlandameistari: Önnur konan sem valin var íþróttakona Þórs var einnig valin íþróttakona Akureyrar fyrir sama ár. Það var Rut Sigurðardóttir sem varð meðal annars Norðurlandameistari í taekwondo.

  • Þau voru líka valin íþróttafólk Akureyrar: Fimm sinnum á þessu árabili, 1990-2022, hefur íþróttafólk Þórs einnig hlotið þann heiður að vera íþróttafólk Akureyrar fyrir sama ár. Þetta eru Rut Sigurðardóttir (2003, taekwondo), Rakel Hönnudóttir (2008, knattspyrna), Arna Sif Ásgrímsdóttir (2012, knattspyrna), Stephany Mayor (2017, knattspyrna) og Tryggvi Snær Hlinason (2017, körfuknattleikur).

  • Knattspyrnumaður í handbolta eða öfugt: Páll Viðar Gíslason, sem starfað hefur lengi sem knattspyrnuþjálfari og lék knattspyrnu við góðan orðstír, var tvisvar kjörinn íþróttamaður Þórs, 1998 og 2001, í bæði skiptin fyrir handknattleik. Hann var þó einnig tilnefndur tvisvar fyrir knattspyrnu, 1995 og 1996.

  • Skíðamaður í knattspyrnu eða öfugt: Jóhann Þórhallsson gerði garðinn frægan á knattspyrnuvellinum með Þór og fleiri liðum, en hann var valinn íþróttamaður Þórs árið 1996, þá aðeins 16 ára, sem skíðamaður.

  • Lengst á milli: Hlynur Birgisson hefur þrisvar verið valinn íþróttamaður Þórs, fyrst árin 1992 og '93, en svo aftur 13 árum síðar, árið 2006.

  • Oftast unnið: Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur oftast verið kjörin íþróttakona Þórs, fimm sinnum (2012, 2014, 2018, 2019, 2021). Næst á eftir Örnu Sif koma Hlynur Birgisson (1992, 1993 og 2006) og Tryggvi Snær Hlinason (2015, 2016 og 2017). Alls hafa 28 einstaklingar hlotið þann heiður að vera valdir íþróttamaður (1990-2013), íþróttakarl (2014-) eða íþróttakona (2014-) Þórs.

  • Tilnefnd oftast í röð: Enginn hefur verið tilnefndur jafnmörg ár í röð og Haukur Fannar Möller fyrir taekwondo, en hann var taekwondomaður Þórs sjö ár í röð, 2010-2016.
    • Næstur kemur Bjarni Sigurðsson, en hann var pílukarl Þórs sex ár í röð, 2013-2018.
    • Rut Sigurðardóttir var tilnefnd fimm ár í röð (taekwondo, 2002-2006).
    • Jóhanna Bergsdóttir var tilnefnd fjögur ár í röð (pílukast, 2014-2017).
    • Hafþór Már Vignisson var tilnefndur fjögur ár í röð (handknattleikur, 2015-2018).
    • Nokkrir einstaklingar hafa hlotið tilnefningu frá sinni deild þrjú ár í röð; Elmar Freyr Aðalheiðarson (hnefaleikar, 2021-2023), Ingólfur Ómar Valdimarsson (keila, 2013-2015), Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir (keila, 2017-2019), Arna Sif Ásgrímsdóttir (knattspyrna, 2018, 2019 og 2021, en ekki var tilnefnt árið 2020), Tryggvi Snær Hlinason (körfuknattleikur, 2015-2017), Björn Heiðar Rúnarsson (taekwondo, 2007-2009) og Jóhann Þórhallsson (skíði, 1994-1996). Guðmundur Konráðsson hefur þrisvar verið tilnefndur af keiludeild, en ekki þrjú ár í röð (2012, 2016, 2022).

  • Fjölskyldutengsl. Feðgar og feðgin hafa hlotið tilnefningu frá sínum deildum, sem og bræður, mágar og fleiri.
    • Bjarni Sigurðsson og hans afkomendur eiga sennilega metið í tilnefningum innan fjölskyldunnar. Bjarni var pílukarl Þórs sex ár í röð, sonur hans, Atli Bjarnason, var pílukarl Þórs árið 2019, annar sonur hans, Andri Þór Bjarnason, tilnefndur af rafíþróttadeild 2021 og 2022 og dóttir Bjarna, Árveig Lilja Bjarnadóttir, tilnefnd af rafíþróttadeild á þessu ári.
    • Konráð Herner Óskarsson var tilnefndur af körfuknattleiksdeildinni 1994 og 1996, og valinn íþróttamaður Þórs í fyrra skiptið. Dóttir hans, Rut Herner Konráðsdóttir var tilnefnd fyrir körfuknattleik árið 2018.
    • Bræðurnir Rúnar og Árni Þór Sigtryggssynir eru báðir tvisvar á listanum hjá handknattleiksdeildinni. Rúnar var tilnefndur 1990 og 1991 og Árni Þór árin 2003 og 2004.
    • Bræðurnir Sigurpáll Árni og Geir Kristinn Aðalsteinssynir voru handknattleiksmenn Þórs 1992 og 1993. 
    • Systkinin Hinrik Þórðarson og Guðrún Þorbjörg Þórðardóttir hafa bæði verið tilnefnd af píludeildinni, Hinrik 2012 og Guðrún 2018.
    • Júlíus Þór Tryggvason var tilnefndur af knattspyrnudeildinni 1991. Systurdóttir hans, Sandra María Jessen, var tilnefnd af Þór/KA árið 2022 og aftur í ár.
    • Mágarnir Páll Viðar Gíslason og Þorvaldur Sigurðsson eru báðir með tilnefningar á ferilskránni, Palli fyrir knattspyrnu 1995 og 1996, og handknattleik árin 1998 og 2001, og Valdi árið 2000 fyrir handknattleik. 7

Eflaust má finna fleiri tengsl á milli fólks sem tilnefnt hefur verið af deildum Þórs fyrir kjörið á íþróttafólki Þórs, en hér látum við staðar numið í framreiðslu fróðleiksmola.