Naumt tap í úrslitum Stórmeistaramótsins

Þórsarar náðu ekki alveg alla leið í Stórmeistaramótinu í Counter Strike sem lauk á laugardagskvöld með úrslitaviðureign Þórs og Atlantic.

Þórsarar voru eitt af átta liðum sem komust áfram úr undankeppninni og í lokakeppni Stórmeistaramótsins. Fjórðungsúrslitin fóru fram á þriðjudag og undanúrslitin á föstudag. Þórsarar sigruðu TEN5ION í fjórðungsúrslitum, 2-1, og FH í undanúrslitum, 2-0. Eftir tvo leiki í úrslitaviðureigninni gegn Atlantic var jafnt, 1-1. Þórsarar byrjuðu oddaleikinn betur, en Atlantic náði að vinna upp muninn. Eftir spennandi viðureign varð niðurstaðan 14-16 tap í síðasta leiknum og 1-2 í úrslitaviðureigninni.