Rafíþróttir: Þórsarar á toppnum, úrslitaleikur í kvöld

Þórsarar og Dusty berjast um sigurinn í Ljósleiðaradeildinni í kvöld kl. 21.
Þórsarar og Dusty berjast um sigurinn í Ljósleiðaradeildinni í kvöld kl. 21.

Lið Þórs í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í Coutner Strike er á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina sem fram ver í dag. Þórsarar unnu öruggan sigur á Skagamönnum í næstsíðustu umferðinni og fara í úrslitaleikinn gegn Dusty í kvöld með tveggja stiga forskot.

Sigur Þórs á ÍA í næstsíðustu umferðinni, 13-0, er stærsti einstaki sigurinn í deildinni á yfrstandandi tímabili. Í umfjöllun Vísis, þar sem fjallað er um rafíþróttir, er sagt svo frá leik Þórs og ÍA: Leikurinn var spilaður á Nuke þar sem Þór setti tóninn fljótt. Þórsarar spiluðu vörn í fyrri hálfleik þar sem bitlaus sókn ÍA hafði að því er virðist engin leikplön sem upp gengu. Liðsmenn Þór deildu fellunum á milli sín í leik þar sem lítið var um að tala nema hreina yfirburði Akureyringanna. Hvert einasta spil sem ÍA reyndi féll um sig sjálft er þeir mættu sterkri vörn Þórsara. Eftir þrettán tilraunir stóðu þeir rauðu þó uppi ósigraðir og á toppi töflunnar, hvorki meira né minna.

Lokaumferðin hefst kl. 17 í dag og verða leikirnir í beinni á Stöð 2 esport og Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Toppleikur Þórs og Dusty er lokaleikur deildarinnar og hefst kl. 21. Spennandi dagur fram undan fyrir áhugafólk um Counter Strike og rafíþróttir og hámark spennunnar auðvitað á milli kl. 21 og 22 þegar okkar menn gera atlögu að titlinum. 

Fréttir af rafíþróttum má meðal annars finna á vefnum frag.is.

Lokaumferðin í Ljósleiðaradeildinni