Hnefaleikar: skráning hafin fyrir haustið

Skráning er hafin í Hnefaleikaskóla Þórs (12-17 ára). Æfingar byrja mánudaginn 21. ágúst.

Æfingagjaldið fyrir haustönnina er 40.000 kr. og hægt er að skipta greiðslum og/eða nota frístundastyrk Akureyrarbæjar.

Einnig erum við byrjuð að taka niður skráningar í boxþrektímana. Hægt er að skrá sig annaðhvort í morguntíma (06:00-07:00) eða kvöldtíma (18:45-19:45)

Æft verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Æfingagjaldið er 10.000 kr. mánuðurinn.

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir þá er hægt að senda okkur email á hnefaleikafelagak@gmail.com eða senda okkur línu í gegnum facebook síðu deildarinnar.

skráning er inná www.sportabler.com/shop/thor 

Hér að neðan er hægt að fara beint inn í skráningu í einstaka hópa/námskeið á Sportabler með því að smella á viðkomandi mynd: