Bikarmót HNÍ á Ljósanótt í Reykjanesbæ

Jón Ólafur fagnar sigri
Jón Ólafur fagnar sigri

Arnar Geir Kristbjörnsson (Þór) mærri Ísak Loga Weaver (HFR). Viðureign þeirra var mjög góð og báðir sýndu að hér væru efnilegir boxarar á ferð. Ísak var að keppa í fyrsta sinn í ólympískum hnefaleikum en þetta var fimmta viðureignin hans Arnars. Þeir hafa mætst nokkrum sinnum í diplóma hnefaleikum, og hafa þær viðureignir alltaf verið skemmtilegar. Þessi var engin undantekning þar á. Margir höfðu kannski búist við að þeir yrðu villtari við að mætast í ólympískum en það varð ekki raunin. Þeir sýndu báði mjög agað og vandvirkt box. Arnar stóð uppi sem sigurvegari eftir einróma dómara úrskurð. Það er hægt að horfa á viðureignina hér https://www.youtube.com/watch?v=d-P3PBnH8XE

Bragi Freyr Eiríksson (Þór) mætti Guðmundi Mána Hildarsyni (HFR). Bragi var hér að keppa uppfyrir sig, en hann er í flokki u17 ára ámeðan Guðmundur er í u19 ára. Þeirra vðureign var mjög spennandi, Guðmundur hélt sér fyrir utan og reyndi að slá mikið af stungum á meðan Bragi reyndi að pressa og var að setja upp þyngri högg. Viðureignin var jöfn og spennandi og þótt dómararnir væru sammála um að Guðmundur hefði sigur úr býtum. Þá þykir okkur ljóst að Bragi var alls ekki langt frá því að taka þetta. https://www.youtube.com/watch?v=wSWmUfrvowc

Jón Ólafur Haraldsson (Þór) mætti Gauta Má (HFR). Báðir voru að keppa í fyrsta sinn og það hjálpaði Gauta ekki að Jón er örvhentur. Það getur verið snúið að mæta örvhenntum þar sem þeir standa öðruvísi en rétthentir og það breytir allri fjarlægð og vinklum sem þú villt ná. Það var ágætt fyrir Jón að Gauti átti mjög erfitt með að átti sig á hvernig best væri að boxa við Jón, því Jón vissi nákvæmlega hvað hann vildi gera. Nokkuð örugg viðureign fyrir Jón og hann sigraði á einróma dómaraákvörðun. https://www.youtube.com/watch?v=9Z7K9BMha20

Ágúst Davíðsson (Þór) mætti Sigurjóni Guðnasyni (Bogatyr) í lokaviðureign dagsins. Ágúst mætti skoppandi til leiks og var duglegur að nota stunguna sem er hans beittasta vopn. Sigurjón er hinsvegar kraftmikill boxari og reyndi oft að ganga í gegnum stungur frá Ágústi til þess að láta hann fá þung högg í staðinn. Þetta var mjög skemmtileg viðureign þar sem báðir boxara settu allt í sölurnar. En Sigurjón stóð uppi með einróma dómaraákvörðun í þetta sinn. Það verður spennandi að sjá hvort það verði eins næst þegar þeir mætast.https://www.youtube.com/watch?v=Ker3M5UJ6MM