Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Lucas Vieira Thomas hefur undirritað leikmannasamning við knattspyrnudeild Þórs.
Samningurinn gildir út 2027 og er fyrsti samningur Lucas sem er fæddur árið 2009 og er því á yngsta ári í 2.flokki.
Lucas er 16 ára gamall markvörður sem er búsettur á Ólafsfirði en skipti yfir til Þórs frá KF í 3.flokki og stóð á milli stanganna þegar 3.flokkur Þórs tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2024 og var einnig í markinu í lokaleiknum þegar 2.flokkur tryggði sér Íslandsmeistaratitil í haust. Eftir tímabilið hélt hann til Sviss þar sem hann var við æfingar hjá unglingaliðum svissneska úrvalsdeildarfélagsins Winterthur í eina viku.
Hann lék sinn fyrsta meistaraflokks leik í gær þegar hann varði markið hjá okkar mönnum í 2-3 sigri á KA í Kjarnafæðimótinu.
Við óskum Lucas til hamingju með fyrsta samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með honum í Þórsbúningnum.
