Körfubolti: 3125 stig! 3125 krónur!

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur sent valgreiðslu í heimabanka þar sem Akureyringum gefst kostur á að styrkja deildina og stelpurnar í baráttu þeirra í bikarvikunni í næsta mánuði.

Kvennalið Þórs var endurvakið keppnistímabilið 2021-2022. Í fyrstu tveimur deildarkeppnum sínum skoruðu þær 3.125 stig og því var ákveðið að hafa valgreiðsluna upp á þá upphæð. Kvennaliðið var hársbreidd frá því að komast í efri hluta Subway-deildarinnar í ár en þetta er fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild síðan 1978.

Liðið hefur staðið sig vel í vetur og er komið í VÍS-bikarvikuna í Laugardalnum þann 20. mars þegar liðið mætir Grindavík. Með því að greiða greiðsluseðilinn þá styður þú uppbyggingu körfuboltans á Akureyri og hvetur stelpurnar áfram.

Þökkum stuðninginn!