Körfubolti: Hikstað á heimavelli

Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, var okkar konum erfið í kvöld eins og í fyrri leikjum liðanna. My…
Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, var okkar konum erfið í kvöld eins og í fyrri leikjum liðanna. Myndin er úr viðureign Þórs og Fjölnis í desember. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Eftir frábæran árangur á heimavelli í Subway-deildinni í flestum leikjum vetrarins kom að segja má óvænt tap í kvöld þegar Þór mætti Fjölni í 2. umferð B-hluta Subway-deildarinnar. Tveir erlendir leikmenn Fjölnis voru lykillinn að sigri gestanna. 

Þórsliðið hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og virtist ætla að taka leikinn í sínar hendur, en gestirnir hleyptu þeim ekki of langt frá sér og náðu að minnka muninn í þrjú stig fyrir lok fyrri hálfleiksins. Fjölnir náði forystunni fljótlega í þriðja leikhluta, en liðin skiptust á að leiða fram í fjórða leikhlutann þegar gestirnir sigu aðeins fram úr og náðu að klára leikinn með níu stiga sigri, þrátt fyrir að keyra leikinn á aðeins sjö leikmönnum.

Þór - Fjölnir (20-14) (14-17) 34-31 (23-26) (13-22) 70-79

Lore Devos og Eva Wium Elíasdóttir skoruðu mest í Þórsliðinu, 20 og 18 stig, og þá kom Emma Karólína Snæbjarnardóttir sterk inn af bekknum og skoraði 11 stig. Rachel Laneiro var Þórsurum erfið sem fyrr, skoraði 27 stig og átti 11 stoðsendingar, en Korrine Campbell var þó stigahæst hjá gestunum með 31 stig og tók að auki 14 fráköst.

Stig/fráköst/stoðsendingar

ÞórLore Devos 20/9/3, Eva Wium Elíasdóttir 18/3/4, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 11/1/1, Maddie Sutton 8/11/6, Hrefna Ottósdóttir 8/4/2, Heiða Hlín Björnsdóttir 5/3/1.

Fjölnir: Korinne Campbell 31/14/0, Raquel Laneiro 27/7/11, Bergdís Magnúsdóttir 8/2/0, Margrét Blöndal 5/5/4, Stefanía Tara Hansen 5/1/1, Stefanía Ólafsdóttir 2/2/0, Sigrún Birgisdóttir 1/2/2. 

Hér má sjá helstu tölur úr leiknum á myndrænan hátt, en ítarlega tölfræði leiksins má skoða á kki.is með því að smella á myndina. 

Tapið í kvöld og sigur Vals á Snæfelli fyrr í kvöld þýðir að Valskonur hafa nú náð Þór, bæði liðin með átta sigra í 17 leikjum. Þessi lið mætast einmitt í næstu umferð á heimavelli Vals.

Næst

  • Mót: Subway-deild kvenna, B-hluti
  • Leikur: Valur - Þór
  • Staður: N1 höllin að Hlíðarenda
  • Dagur: Þriðjudagur 27. febrúar
  • Tími: 19:15