Körfubolti: Mikilvægur útileikur í Subway-deildinni

Kvennalið Þórs í körfuboltanum mætir Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld kl. 19:15. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Fyrir leikinn í kvöld er Þórsliðið í 5. sæti deildarinnar, hefur unnið sjö leiki. Fyrir ofan eru Grindvíkingar og Stjarnan með níu sigra og fyrir neðan eru Haukar og Valur með fimm sigra. Flest liðin í deildinni eiga núna eftir þrjá leiki áður en deildinni verður tvískipt með fimm liðum í A og fjórum í B-deild þar sem liðin leika tvöfalda umferð innan hvors hluta áður en úrslitakeppni Íslandsmótsins hefst. 

Stjarnan og Grindavík eru örugg með sæti í efri hlutanum, eins og Keflavík og Njarðvík sem eru í toppsætunum. Það eru því Þór, Haukar og Valur sem berjast um sæti í efri hlutanum. 

  • Þór: Haukar (ú), Grindavík (h), Keflavík (ú).
  • Stjarnan: Haukar (ú), Grindavík (ú)
  • Grindavík: Keflavík (ú), Þór (ú), Stjarnan (h)
  • Haukar: Þór (h), Stjarnan (ú), Fjölnir (h)
  • Valur: Snæfell (h), Keflavík (h), Njarðvík (ú)

Leikur Hauka og Þórs verður í beinni á rás Subway-deildar á Stöð 2 sport.

  • Mót: Subway-deild kvenna
  • Leikur: Haukar - Þór
  • Staður: Ásvellir
  • Dagur: Þriðjudagur 16. janúar
  • Tími: 19:15