Körfubolti: Rodriguez og Mortensen reyndust Þórsstelpunum erfiðar

Eva Wium Elíasdóttir var stigahæst í Þórsliðinu í gærkvöld, sloraði 23. stig. Mynd: Páll Jóhannesson…
Eva Wium Elíasdóttir var stigahæst í Þórsliðinu í gærkvöld, sloraði 23. stig. Mynd: Páll Jóhannesson.

Grindvíkingar tóku forystu í einvíginu gegn Þór í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna með sjö stiga sigri í Smáranum í gærkvöld. Næsti leikur verður í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugrdag. Danielle Rodriguez og Sarah Mortensen skoruðu samtals 68 stig fyrir Grindvíkinga. Eva Wium Elíasdóttir skoraði flest stig Þórsara, 23.

Þórsliðið hafði frumkvæði og forystu mestallan fyrri hálfleikinn, en góður kafli Grindvíkinga í lok annars leikhluta skilaði þeim þrigga stiga forskoti í leikhléi, 47-44. Grindvíkingar héldu áfrm á sömu braut lengst af þriðja leikhlutanum og náðu mest 18 stiga forskoti þegar stutt var eftir af þriðja leikhlutanum. Okkar konur náðu að minnka forskotið niður í 11 stig fyrir lokafjórðunginn og héldu áfram að sækja að Grindvíkingum í fjórða leikhluta, en náðu ekki að minnka muninn nema niður í fimm stig. Sjö stiga tap varð lokaniðurstaðan.

Grindavík - Þór (24-28) (23-16) 47-44 (27-19) (20-24) 94-87

Stig/fráköst/stoðsendingar

Eva Wium Elíasdóttir 23/1/5, Maddie Sutton 18/15/4, Lore Devos 17/10/5, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 11/2/0, Hrefna Ottósdóttir 9/1/2, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 7/2/1, Heiða Hlín Björnsdóttir 2/0/2. 

Annar leikur í einvíginu verður í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 13. apríl kl. 17. Karlalið Þórs leikur þriðja leik sinn við Skallagrím í úrslitakeppni 1. deildar sama kvöld kl. 19:15.