Körfubolti: Sigur á Sunnlendingum

Þórsarar unnu Hrunamenn á útivelli í 17. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. 

Fyrri hálfleikur var tiltölulega jafn og liðin skiptust á forystunni, en Þórsarar með sex stiga forystu í leikhléi. Okkar menn stungu Hrunamenn af í þriðja leikhlutanum, unnu hann með 12 stiga mun og náðu mest 21s stigs forystu. Hrunamenn klóruðu aðeins í bakkann í byrjun fjórða leikhluta, minnkuðu muninn niður í 12 stig, en Þórsar hleyptu þeim ekki nær en það og bættu aftur í forystuna á lokamínútunum og niðurstaðan 23ja stiga sigur. Kærkominn sigur hjá okkar mönnum eftir nokkur töp að undanförnu.

Hrunamenn - Þór (19-20) (21-26) 40-46 (11-23) (24-29) 75-98

Harrison Butler og Reynir Róbertsson létu mest til sín taka í stigaskori Þórsara, en Chancellor Calhoun-Hunter í liði heimamanna.

Hér má sjá helstu tölfræði á myndrænan hátt, en ítarlega tölfræði má sjá með því að smella á myndina. 

Stig/fráköst/stoðsendingar

Hrunamenn: Chancellor Calhoun-Hunter 22/7/1, Friðrik Heiðar Vignisson 13/1/0, Eyþór Orri Árnason 9/7/5, Arnar Dagur Daðason 9/3/1, Hringur Karlsson 8/0/0, Samuel Burt 7/8/1, Óðinn Freyr Árnason 3/2/0, Patrik Gústafsson 2/8/1, Símon Tómasson 2/1/2.

Þór: Harrison Butler 24/5/4, Reynir Róbertsson 20/8/2, Jason Gigliotti 14/9/1, Páll Nóel Hjálmarsson 10/1/0, Orri Már Svavarsson 8/1/1, Smári Jónsson 7/3/2, Hákon Hilmir Arnarsson 6/0/3, Andri Már Jóhannesson 4/4/0, Michael Walcott 2/2/1, Veigar Svavarsson 2/2/1, Baldur Örn Jóhannesson 1/10/2. 

Þetta var sjötti sigur Þórsara í 17 leikjum og sitja þeir áfram í 8. sætinu. Með sigrinum nálguðust þeir þó liðin þrjú fyrir ofan, Skallagrím, Þrótt og ÍA, sem öll hafa unnið átta leiki. Þórsarar fá Skagamenn einmitt í heimsókn í Höllina í næstu umferð.

Næst

  • Mót: 1. deild karla
  • Leikur: Þór - ÍA
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstudagur 23. febrúar
  • Tími: 19:15