Körfubolti: Þór mætir Snæfelli á útivelli

Liðin fjögur sem enduðu í 6.-9. sæti Subway-deildar kvenna í körfuknattleik eftir fyrsta hluta mótsins (18 umferðir, 16 leiki) mætast innbyrðis, heima og að heiman, á næstu vikum. Fyrsti leikur Þórs er í Stykkishólmi í kvöld.

Snæfell varð neðst af þeim liðum sem kláruðu fyrsta hluta mótsins, náði að vinna tvo heimaleiki, gegn liðunum í næstu sætum fyrir ofan, Fjölni og Val. Leikurinn í kvöld verður í beinni á Subway-deildarrás Stöðvar 2 sport.

Hér má sjá stöðu liðanna sem leika áfram í neðri hluta deildarinnar. Þrjú þessara liða fara í úrslitakeppni deildarinnar, þ.e. liðin sem enda í 6., 7. og 8. sæti og mæta þá liðunum í þremur efstu sætum efri hlutans í fyrst umferð úrslitakeppninnar í apríl. 

Leikjadagskrá Þórs fram undan:

  • Þriðjudagur 6. febrúar kl. 19:15 í Stykkishólmi
    Snæfell - Þór
  • Þriðjudagur 13. febrúar kl. 19:15 í Íþróttahöllinni á Akureyri
    Þór - Fjölnir
  • Þriðjudagur 28. febrúar kl. 19:15 í N1 höllinni í Reykjavík
    Valur - Þór
  • Þriðjudagur 12. mars kl. 19:15 í Íþróttahöllinni á Akureyri
    Þór - Snæfell
  • Þriðjudagur 26. mars kl. 19:15 í Dalhúsum
    Fjölnir - Þór
  • Þriðjudagur 3. apríl kl. 19:15 í Íþróttahöllinni á Akureyri
    Þór - Valur

Inn í þessa leikjadagskrá kemur svo að sjálfsögðu bikarhelgin, en Þórsliðið er sem kunnugt er komið í undanúrslit VÍS-bikarkeppninnar.

  • Mót: Subway-deildin, neðri hluti
  • Leikur: Snæfell - Þór
  • Staður: Stykkishólmur
  • Dagur: Þriðjudagur 6. febrúar
  • Tími: 19:15
  • Útsending: Stöð 2 sport - Subway-deildin