Körfubolti: Þriðji leikur Þórs og Grindavíkur í kvöld

Þriðji leikur í einvígi Þórs og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta fer fram í Smáranum í Kópavogi í kvöld.

Grindvíkingar eru með pálmann í höndunum eftir tvo sigra, en Þórsliðið verður að vinna til að halda lífi í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit og hafa Grindvíkingar nú þegar unnið tvo fyrstu leikina. Fari svo að Grindvíkingar vinni í kvöld fara þær áfram í undanúrslit og mæta annaðhvort Njarðvík eða Val, en Þórsliðið hefur þá lokið keppni þetta árið. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa okkar stelpur því þær hafa sýnt hvað þær geta á góðum degi og hvað þá ef ekki blæs á móti úr óþarflega mörgum áttum. Með sigri í kvöld geta Þórsstelpurnar tryggt að minnsta kosti einn leik í viðbót, en næsti leikur yrði þá heimaleikur laugardaginn 20. apríl. 

Leikurinn fer fram í Smáranum eins og áður sagði, og hefst kl. 19:00. Ástæða er til að hvetja stuðningsfólk Þórs á suðvesturhorninu til að mæta í Smárann og hvetja stelpurnar. Það hefur líka sýnt sig í vetur að leikirnir þeirra eru ávallt hin besta skemmtun.