Körfubolti: Útileikur gegn Skallagrími í kvöld

Það verður án efa hart barst undir körfunum í Borgarnesi í kvöld. Mynd: Páll Jóhannesson.
Það verður án efa hart barst undir körfunum í Borgarnesi í kvöld. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar fara í Borgarnes í dag og mæta liði Skallagrims í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum 1.deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.

Þórsarar höfðu heimavallaréttinn að lokinni deildarkeppninni, en töpuðu því miður fyrsta leik einvígisins og þurfa því að vinna að minnsta kosti einn leik í Borgarnesi. Vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram. Einungis munaði tveimur stigum þegar upp var staðið í fyrsta leiknum. Þór vann báðar viðureignir þessara liða í deildinni í vetur, fyrst tíu stiga sigur í Borgarnesi í byrjun janúar, 67-77, og svo sjö stig sigur í lokaumferð deildarinnar í lok mars, 86-79, en lokatölur í fyrsta leik einvígisins urðu 95-97.