Leikskólahópur í körfubolta

Körfuknattleiksdeild Þórs fer í fyrsta skipti af stað með leikskólahóp fyrir 3-5 ára! Hópurinn mun æfa á sunnudagsmorgnum kl. 09:15-10:00
Aðalþjálfari hópsins verður engin önnur en landsliðskonan okkar og leikmaður meistaraflokks kvenna, Eva Wium Elíasdóttir og henni til aðstoðar verða hressir og skemmtilegir framtíðarþjálfarar úr yngri flokkum okkar.

Fyrsta æfingin verður n.k. sunnudag, 10. september í Glerárskóla.

Við hvetjum alla til kíkja á æfingar og prufa körfubolta!