Fimm Þórsarar í æfingahópi U19

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U19 karla í fótbolta, hefur valið hóp sem æfir dagana 26.-27. janúar.

Um er að ræða 29 manna æfingahóp og þar af eru fimm Þórsarar; þeir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Peter Ingi Helgason Jones, Kristófer Máni Sigurðsson og Sverrir Páll Ingason.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ.

Óskum okkar drengjum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.

KSÍ hefur einnig boðað hóp ungra leikmanna á svokallaðar leikstöðuæfingar, sem eru sérstaklega ætlaðar varnarmönnum og er Kristófer Kató Friðriksson í þeim hópi.

Sjá nánar hér