Frábær stemning í körfuboltabúðum

Körfuknattleiksdeild Þórs stóð fyrir líflegum og skemmtilegum körfuboltabúðum í mars þar sem bæði stelpur og strákar tóku þátt. Búðirnar vöktu mikla ánægju meðal þátttakenda og var stemningin létt og fjörug alla helgina.

Maddie Sutton hafði umsjón með búðunum og stýrði dagskránni af mikilli fagmennsku og gleði. Leikmenn meistaraflokkanna tóku einnig virkan þátt og voru henni til aðstoðar! Þökkum þeim kærlega fyrir!

Búðirnar fengu góðan styrk frá RANNÍS og viljum við hjá Körfuknattleiksdeild Þórs þakka þeim kærlega fyrir að styðja þetta verkefni.

Andri sá um myndatöku og fær hann miklar þakkir fyrir!

Við hlökkum til að halda fleiri viðburði af þessu tagi og efla áfram áhuga barna og ungmenna á körfubolta!