Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Markvörðurinn Ómar Castaldo Einarsson er genginn í raðir Þórs, hann skrifaði undir tveggja ára samning í vikunni.
Ómar er 21 árs gamall og er uppalinn í KR, hann hefur spilað 71 leik í meistaraflokki fyrir KV þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður undanfarin 3 ár.
Hann hefur einnig spilað 5 leiki fyrir unglingalandslið Íslands. Ómar er tæknilega góður markvörður sem er kominn með góða reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.
Við erum virkilega stoltir af því að Ómar ákvað að ganga til liðs við okkur og bjóðum hann velkominn í Þorpið!