Vilt þú gerast íþróttafélagi?

Íþróttafélagið Þór er á meðal þeirra félaga sem eru þátttakendur í samstarfsverkefninu Íþróttafélagi milli félagslegrar liðveislu Akureyrarbæjar og nokkurra íþróttafélaga. Markmið verkefnisins er að styðja við íþróttaiðkun barna í 1.-4. bekk sem eru með fjölþættan vanda.

Akureyrarbær hefur nú auglýst eftir starfsfólki í þetta verkefni. Um er að ræða nokkur stöðugildi í tímavinnu við að aðstoða börn með fjölþættan vanda í 1.-4. bekk að stunda skipulagðar íþróttaæfingar hjá Þór og öðrum félögum.

Hér eru helstu upplýsingar úr auglýsingu Akureyrarbæjar:

Vinnutíminn getur verið sveigjanlegur og er unnin í samvinnu við íþróttafélögin. Vinnutími er frá kl. 14:00-16:00 virka daga en líka seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi og/eða annarri vinnu.

Helstu verkefni eru:

  • Stuðningur við börn með fjölþættan vanda í 1.-4. bekk á skipulögðum íþróttaæfingum.
  • Aðstoða börn að rjúfa félagslega einangrun.
  • Aðstoða börn að uppgötva nýja styrkleika.
  • Aðstoða börn við að styrkja sjálfsmynd sína og félagsleg samskipti.
  • Samvinna með þjálfurum íþróttafélaganna.

Hæfniskröfur:

  • Áhugi og/eða reynsla af starfi með börnum kostur.
  • Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
  • Góður samstarfsvilji.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og víðsýni.
  • Reynsla sem gæti nýst í starfi æskileg.
  • Aðeins einstaklingar sem eru 18 ára og eldri koma til greina.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Umsókninni skulu fylgja upplýsingar um fyrri starfsreynslu og þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að.

Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

Ráðingarsamningur er gerður við viðkomandi íþróttafélag. Íþróttafélagið ber ábyrgð á vinnuskipulagi og launagreiðslum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halla Birgisdóttir Ottesen í síma 462-7998 og á netfanginu hallabirgis@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.

Aðgengi að tölvu og aðstoð vegna umsókna stendur til boða í Þjónustuveri Akureyrarbæjar Geislagötu 9.

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2023.