Íslenska landsliðið í hnefaleikum ásamt dómurum á leið á Norðurlandamótið. Myndin er af Facebook-síðu hnefaleikadeildar Þórs.
Elmar Freyr Aðalheiðarson og Sævar Ingi Rúnarsson frá hnefaleikadeild Þórs eru staddir í Malmö þar sem Elmar tekur þátt í Norðurlandamótinu og Sævar verður við dómgæslu.
Sævar Ingi og Elmar Freyr í flugvélinni á leið út. Myndin er af Facebook-síðu hnefaleikadeildarinnar.
Þórsarar á diplómamóti
Fimm fulltrúar frá hnefaleikadeild Þórs tóku þátt í diplómamóti í Kópavogi í lok febrúar. Þessi mót eru ætluð til að gefa boxurunum tækifæri á að þróa tækni og hæfileika sína ásamt því að fá að kynnast mismunandi týpum af andstæðingum og aðstæðum. Arnar Geir Kristbjörnsson, Stefán Karl Ingvarsson, Valgerður Telma Einarsdóttir, Lilja Lind Torfadóttir og Ívan Þór Reynisson voru fulltrúar Þórs á þessu móti. Nánar má lesa um viðureignir þeirra á mótinu á
Facebook-síðu hnefaleikadeildarinnar.