Allir með! - Fótboltaæfingar gengu vel

Mynd - Rakel Hinriksdóttir/Akureyri.net
Mynd - Rakel Hinriksdóttir/Akureyri.net

Síðasta fótboltaæfing sumarsins hjá 'Allir með'  fór fram síðastliðinn mánudag.

'Allir með' er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Þórs og KA, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir börn með sérþarfir innan íþróttahreyfingarinnar. Síðastliðinn vetur voru inniæfingar í Naustaskóla þar sem ýmsar boltaíþróttir voru æfðar, en ákveðið var að prófa að bjóða upp á fótboltaæfingar í Boganum í sumar.

Fjallað er um verkefnið á Akureyri.net.

Nú tekur við stutt haustfrí hjá krökkunum en verið er að leggja lokahönd á hvernig fyrirkomulagið á æfingunum verður í vetur. Æfingar verða á sama tíma í Naustaskóla og í fyrravetur og er stefnan að byrja með æfingar í október.