Dagur þjálfarans - Takk fyrir ykkar störf!

Í dag er dagur þjálfarans (Global Coaches Day).

Hlutverk þjálfara í íþróttum er gríðarlega umfangsmikið, krefjandi og um leið spennandi. Þjálfarar leggja sig fram við að auka áhuga iðkenda, kenna þeim færni, samskipti, að setja sér markmið og margt fleira.

Íþróttafélagið Þór er ríkt af öflugum þjálfurum og fyrir það erum við afar þakklát.

Til hamingju með daginn þjálfarar!