Félagsgjaldið komið til greiðslu

Árgjald Íþróttafélagsins Þórs fyrir árið 2025 er 5.000 krónur.

Innheimta er hafin í gegnum heimabanka á næstunni. Fólk sem telur sig vera með félagsaðild en fær ekki greiðsluseðil í heimabanka er beðið um að snúa sér til framkvæmdastjóra - reimar@thorsport.is - sími 461 2080.

Sama á við um fólk sem hefur áhuga á að ganga í félagið.

Það skiptir félagið okkar gríðarlega miklu máli að félagsgjaldið sé greitt. Framundan eru miklar framkvæmdir á Þórssvæðinu og félagsgjaldið er einn mikilvægasti tekjupóstur aðalstjórnar.