Frábærlega heppnað Pollamót að baki - Takk!

Gleðin var við völd á Pollamótinu í ár.
Mynd - Rakel Hinriksdóttir / Akureyri.net
Gleðin var við völd á Pollamótinu í ár.
Mynd - Rakel Hinriksdóttir / Akureyri.net
Hér situr maður á miðvikudegi eftir Pollamót og ennþá brosandi út að eyrum með helgina.
Frábær andi yfir mótinu og allir mættir til að hafa gaman. Ég vil þakka pollamótsnefndinni fyrir undirbúninginn. Starfsfólki, þátttakendum og öllum sem mættu á ballið í Boganum á laugardagskvöldið.
Stærsta hrósið eiga svo okkar frábæru sjálfboðaliðar því án þeirra væri ekkert mót.
Takk öll og sjáumst hress að ári
 
Kv
Reimar Helgason
Framkvæmdastjóri Þórs
 
 
 
 
Myndir: Rakel Hinriksdóttir / Akureyri.net