Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór hefur borist góður liðsstyrkur fyrir baráttuna í Olísdeildinni næsta vetur er Herdís Eiríksdóttir skrifaði undir hjá félaginu. Herdís er öflugur línumaður sem gengur í raðir KA/Þórs frá ÍBV þar sem hún er uppalin.
Herdís er afar efnileg en hún er 19 ára gömul og hefur verið fastamaður í yngrilandsliðum Íslands undanfarin ár. Á nýliðnu tímabili lék hún 20 leiki með meistaraflokksliði ÍBV sem komst í úrslitakeppnina.
Við erum afar spennt fyrir komu Herdísar hingað norður en undanfarin ár hefur KA/Þór verið að byggja upp öflugt lið á yngri leikmönnum og verður gaman að sjá hvernig liðinu reiðir af í deild þeirra bestu eftir sannfærandi sigur í Grill66 deildinni í vetur. Það er ljóst að koma Herdísar mun aðeins styrkja liðið og bjóðum við hana hjartanlega velkomna norður.