Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla í fótbolta, hefur valið hóp drengja fædda 2009 sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 18.-20. september.
Æfingarnar fara fram í Miðgarði, Garðabæ, og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir UEFA Development Tournament sem fer fram í Póllandi dagana 1.-7. október.
Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.
Í hópnum er Þórsarinn Kristófer Kató Friðriksson. Kató hefur verið lykilmaður í liði 4.flokks í sumar sem hafnaði í 3.sæti A-deildar á Íslandsmótinu og var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslitakeppnina. Kató hefur einnig leikið með 3.flokki í sumar.
Við óskum Kató til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.